Vestri

Fréttamynd

„Mér var vel tekið og fyrir það er ég of­­boðs­­lega þakk­látur“

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari fót­bolta­liðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugar­dals­velli í jafn stórum og mikil­vægum leik og úr­slita­leikur Vestra og Aftur­eldingar í um­spili Lengju­deildarinnar á dögunum var. Hann er þakk­látur Vest­firðingum fyrir góðar mót­tökur á hans fyrsta tíma­bili sem þjálfari Vestra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Samúel klökkur eftir af­rek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“

Samúel Samúels­son, prímu­s­mótorinn á bak við knatt­spyrnu­deild Vestra, var hrærður í við­tali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fót­bolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftur­eldingu í úr­slita­leik í um­spili Lengju­deildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt fram­lag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísa­fjarðar­tröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan

Sigurður Gunnar Þor­steins­son, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í körfu­bolta og fjór­faldur Ís­lands­meistari snýr aftur á heima­slóðir og leggur liði Vestra á Ísa­firði lið í komandi bar­áttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða ein­hver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogar­skálarnar til þess að hjálpa til við að byggja fé­lagið upp á nýjan leik

Körfubolti
Fréttamynd

Vestri batt enda á sigurgöngu Selfyssinga

Vestri vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Selfossi í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar höfðu unnið þrjá leiki í röð í deildinni og sigur hefði komið þeim upp í umspilssæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum

Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Sport
Fréttamynd

„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“

„Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla.

Körfubolti
Fréttamynd

„Velti fyrir mér virði heiðurs­manna­sam­komu­lags“

Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn.

Körfubolti